Innlent

Horfnar á vit eigenda sinna

Reykjavíkurmynd. Magnús Steffensen og Hildur Rut Hannesdóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, taka niður eina af hinum 60 myndum.
Reykjavíkurmynd. Magnús Steffensen og Hildur Rut Hannesdóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, taka niður eina af hinum 60 myndum. MYND/Vilhelm

Ljósmyndasýningin Reykjavíkurmyndir, sem prýtt hefur miðbæinn í sumar, var tekin niður í gær. Ljósmyndirnar, rúmlega 60 talsins, voru seldar á uppboði á menningarnótt og hafa eigendurnir nú fengið þær í hendur.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur stóð fyrir sýningunni í tilefni af 25 ára afmæli safnsins og fékk hún mjög góð viðbrögð að sögn Maríu Karenar Sigurðardóttur safnstjóra. Við ákváðum að halda útisýningu á þremur stöðum í miðbænum og var myndunum valinn staður í Fógetagarðinum, á Lækjartorgi og á Austurvelli. Hugmyndin var að fólk gæti séð þær breytingar sem orðið hafa á Reykjavík með því að bera saman myndirnar og umhverfið sem þær voru í.

Ákveðið var að selja myndirnar á uppboði að sögn Maríu til að gefa almenningi kost á að prýða veggi heima hjá sér fyrir lítinn pening. Lægsta boð var fimm þúsund krónur og dýrustu myndirnar fóru á 22 þúsund krónur. Næstum allar myndirnar seldust og þessi mikli áhugi kom okkur skemmtilega á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×