Innlent

Reyksíminn fær sex milljón króna styrk

MYND/Vísir
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Reyksímanum sex milljón króna styrk. Þjónustan á að hjálpa fólki að hætta að reykja og hefur hún verið að festa sig í sessi.

Reyksíminn er símaþjónusta, sem verið hefur í gangi frá árinu 2001, og er tilgangur hennar að hjálpa fólki að hætta að reykja, nota tókbak eða hætta notkun nikótínlyfja.

Guðrún Árný Guðmundsdóttir er ein þeirra sem svarar í símann og segir hún þjónustuna vera að festa sig í sessi.

Það er Heilbrigðisstofnun Þingeyjinga sem sér um reyksímann. Sjö hjúkrunarfræðingar eru hlutastarfi við það að svara í símann sem er opinn alla virka daga í tvo tíma á frá fimm til sjö á kvöldin.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingarráðherra, ákvað í síðustu viku að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljón króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta er viðbót við árlegt framlag Lýðheilsustofnunar, sem verið hefur þrjár milljónir á ári, og fjármagn starfseminnar tvöfaldast þar með.

Símanúmer Reyksímans er 800 6030.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×