Innlent

Næsta skref að meta tilboðin

Flugfélagið Ernir bauð lægst í áætlunarflug um Vestfjarðasvæðið í útboði Ríkiskaupa, rúma 131 milljón króna. Flugfélag Íslands átti það hæsta, tæpar 205 milljónir. Kostnaðaráætlunin nam tæpum 132 milljónum.

Til Hornafjarðar og Sauðárkróks bauð Flugfélag Vestmannaeyja lægst, annars vegar 97,5 milljónir og hins vegar 21. Ríkið metur kostnaðinn rúmar 97 milljónir fyrir flug til Hornafjarðar og 55 milljónir til Sauðárkróks.

Flugfélag Íslands átti lægsta tilboðið fyrir Norðursvæðið, um fimmtung undir kostnaðaráætlun.

Pétur Pétursson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, segir að nú verði farið yfir tilboðin og forsendur þeirra sem og hæfni flugfélaganna metnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×