Innlent

Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars

Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar segir að sumarið 2005 hafi fleiri ungar komist á legg en dæmi eru um á síðari árum en varpið í ár hafi gengið óvenju illa, einkum vegna afleits tíðarfars. Alls komust 24 ungar á legg í sumar og telur arnarstofninn nú um 66 pör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×