Innlent

Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði

MYND/Sigurður Jökull

Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Í október í fyrra voru 46 prósent þeirra sem störfuðu við matvöruverslanir tvítugt fólk og yngra og 60 prósent allra starfsmanna voru 25 ára og yngri. Á veitingastöðum eru sextíu og eitt prósent starfsmanna 25 ára og yngri. Tölurnar leiða einnig í ljós að þriðjungur starfsmanna grunnskóla er á sextug- eða sjötugsaldri og hefur hópurinn á þessu aldursskeiði stækkað um tæplega 1.000 manns á fimm árum. Þá störfuðu um 10.500 manns við heilbrigðisþjónustu í október 2005, sem er nánast óbreyttur fjöldi frá því árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×