Innlent

Segir ekki við Símann að sakast

Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki við Símann að sakast þó fjarskiptakerfi Landhelgisgæslunnar á Norðurlandi hafi rofnað á laugardag. Þingmaður vinstri grænna kennir einkavæðingu Símans um sambandsleysið og segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt.

Fjarskiptasamband á Norðurlandi rofnaði á laugardag vegna bilunar í ljósleiðarakerfi Símans og eins datt þar út sjálfvirka tilkynningakerfið. Landhelgisgæslan sér um vaktstöð siglinga en kerfið er rekið af Neyðarlínunni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir kerfið ekki hafa legi eins lengi niðri og látið hafi verið í veðri vaka. Það hafi verið frá nokkrum klukkutímum og upp í 15 klukkutíma þar sem samband komst síðast á.

Þórhallur segir hættuna varla hafa verið metna mikla á laugardag fyrst hann heyrði fréttirnar í útvarpinu en ekki frá tækimönnum vaktstöðvarinnar. Síminn selur þjónustuna og segir að ef fyrirtæki vilji tryggja sig gegn bilunum geti þau keypt varalínur. Þórhallur segir fráleitt að sambandsleysið sé einkavæðingu Símans að kenna. Neyðarlínan velji hvaða þjónusta er keypt og taki á því fulla ábyrgð.

Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×