Búslóð var stolið í miðjum flutningum í Árbænum 12. júlí 2006 07:15 Nói Benediktsson, Segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir gætu hafa verið að verki, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira