Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hringdi í norska kollega sinn, Helgu Pedersen, og kvartaði undan því að sjóræningjaskipi hefði verið veitt aðstoð fyrir nokkru.
Vefsíða norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren gerði könnun á því hver skoðun lesenda væri á kvörtun Einars. Niðurstaðan var afdráttarlaus. Allir sem tóku þátt í könnuninni voru sammála sjónarmiði Einars.