Innlent

Segir félagið ekki fá vinnufrið

Flogið yfir vestmannaeyjar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á sjúkraflugi á öllu landinu.
Flogið yfir vestmannaeyjar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á sjúkraflugi á öllu landinu.

Í sjálfu sér kom ekkert merkilegt þarna upp á annað en það að við sinntum sjúkraflugi í fullu samstarfi við sjúkrahúsið í Eyjum, segir Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Landsflugs, um atvik sem kom upp í fyrradag þegar flytja átti sjúkling frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en sjúkraflugvél Landsflugs var upptekin í farþegaflugi.

Þarna var ekki um neyðartilvik að ræða, flugvélin var beðin um að sækja sjúklinginn klukkan sjö og hún var tilbúin til brottfarar tíu mínútur í sjö. Hann segir Landsflug ekki fá vinnufrið í Eyjum og telur sig vita ástæðuna: Málið er að Flugfélag Vestmannaeyja var með þennan sjúkraflugssamning fyrir áramót. Eftir að við tókum við honum hefur verið fylgst með hverju skrefi sem við tökum og farið með það í fjölmiðla, og þar er oftar en ekki farið með rangt mál. Okkar hlið á málinu hefur ekki fengið sérstaklega að njóta sín.

Aðspurður um hvers vegna flugvélin hafi verið í farþegaflugi segir hann að það sé ekkert nýtt, þetta um í mörg ár. Flugið tekur tuttugu mínútur og við ákváðum að fljúga þarna með nokkra Eyjamenn til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×