Innlent

Verktaki skaðabótaskyldur

Öflugur ljósleiðari hjá Ogvodafone var grafinn í sundur við framkvæmdir hjá Kalkofnsvegi við Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Kostnaður við viðgerð á ljósleiðaranum gæti numið nokkrum milljónum íslenskra króna. Í flestum tilfellum er verktaki sem veldur biluninni skaðabótaskyldur.

Að sögn Guðmundar Jónssonar, verkstjóra hjá Ljósvirkja, sem vann að viðgerðinni, eru flest verktakafyrirtæki með svokallaða kapaltryggingu sem nær yfir kostnaðinn. Verktakinn getur líka lent í því að þurfa að greiða sekt fyrir að valda skemmdunum og þar af leiðandi truflunum hjá fjarskiptafyrirtækinu, að sögn talsmanns Ogvodafone.

Bilunin olli miklum truflunum á fjarskiptakerfi Ogvodafone til að byrja með hjá notendum fastlínu, GSM og ADSL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×