Innlent

35 prósent með risvandamál

Um 35 prósent karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi, samkvæmt rannsókn Guðmundar Geirssonar, Gests Guðmundssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar og Óttars Guðmundssonar. Hlutfall risvandamála hérlendis er sambærilegt við önnur lönd.

Í yngsta aldurshópnum eiga 21,6 prósent karlmanna við einhvers konar ristruflun að stríða en hlutfallið er 62,3 prósent meðal karlamanna í elsta hópnum. Daglegar reykingar og sykursýki auka mest líkur á ristruflunum en aðrir áhættuþættir eru hátt kólesteról, kvíði og þunglyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×