Innlent

Ekki vitað um vitorðsmenn

Parið sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku er þau reyndu að smygla einu kílói af kókaíni inn til landsins í skónum sínum, hafa ekki áður komist í kast við lögin.

Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, staðfesti þetta við blaðið. Hann sagði málið í rannsókn og enn væri of snemmt að segja til um hvort parið hafi átt sér vitorðsmann eða -menn.

Fólkið, sem er 23 og 24 ára, var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi þegar það var stöðvað við reglubundið eftirlit. Við húsleit á heimili þeirra fannst kíló af hassi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×