Innlent

Mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum

Fangelsismálastjóri segir að breytingarnar á Litla-Hrauni muni kosta 500 milljónir króna.
Fangelsismálastjóri segir að breytingarnar á Litla-Hrauni muni kosta 500 milljónir króna.

Undanfarin ár hafa Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið unnið að framkvæmdaáætlun fyrir nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að muni rísa á Hólmsheiði skammt frá Geithálsi árið 2010.

Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir áætlaðan kostnað við fangelsið 1,4 milljarða. Valtýr vonar að þegar leyfi fáist verði strax hægt að hefja byggingaframkvæmdir en að þá eigi ekki eftir að hanna og teikna bygginguna.

„Bygging nýs fangelsis er orðið afar aðkallandi verkefni sem hefur verið í bígerð í áratugi og því mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum,“ segir Valtýr.

Hann segir að árið 1978 hafi verið byggður grunnur að fangelsi sem aldrei var nýttur. „Fyrir einu ári voru gerðar verklýsingar fyrir fangelsisbyggingu sem síðan voru ekki taldar henta. Út frá þessu má sjá að nokkur peningur hefur farið í vinnu sem ekki hefur nýst.“

Í nýja fangelsinu, sem mun leysa hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi af hólmi verður hægt að vista 64 fanga.

Valtýr segir að nú sé einnig unnið að því að stækka fangelsið að Kvíabryggju og að breytingar standi yfir á fangelsinu á Akureyri. Þá segir Valtýr að unnið sé að teikningum á breytingum á Litla-Hrauni sem munu kosta um 500 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×