Innlent

Sprunga kom í stífluvegginn

unnið við stífluna Hér má sjá stífluna á Kárahnjúkum, en að sögn Sigurðar Arnalds hafa hönnuðir stíflunnar sérstök ráð til að hindra óhöpp.
unnið við stífluna Hér má sjá stífluna á Kárahnjúkum, en að sögn Sigurðar Arnalds hafa hönnuðir stíflunnar sérstök ráð til að hindra óhöpp.

Sprungur komu í þriðju stærstu stíflu veraldar, sem er í suðurhluta Brasilíu, eftir að byrjað var að fylla hana af vatni, með þeim afleiðingum að allt vatnið flæddi úr stíflunni. Stíflan er sömu gerðar og sú sem verið er að reisa á Kárahnjúkum.

Campos Novos stíflan er 202 metra há og er grjótstífla með steyptri forhlið, eins og stíflan sem er í byggingu á Kárahnjúkum. Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar segist hafa heyrt af málinu.

„Ég hef heyrt af því að stífla í Brasilíu hafi á sínum fyrstu stigum, þegar fyllingin hafi verið að ná endilegri þjöppun með sigi, þá hafi forhliðin sprungið.

Allar stíflur síga bæði á meðan þær eru byggðar og fyrst þar á eftir til að ná fullri þjöppun. Ég þekki málavexti ekki mjög vel en mér skilst að við sig þessarar stíflu í Brasilíu hafi steypti flekinn skriðið til og í hann hafi komið sprunga.

Það eina sem ég veit er að hönnuðir Kárahnjúkastíflu fylgjast með því sem gerist í heiminum með svona stíflur. Þeir hafa skoðað það mjög gaumgæfilega hvernig stíflan sígur og hafa sérstök ráð til að fyrirbyggja að svona fari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×