Gantaðist við verjanda sinn 15. júlí 2006 09:00 Sakborningurinn Romas hefur áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar. MYND/Hörður Romas Kosakovskis, Litháinn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðastliðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Romas sýndi engin svipbrigði við dómsuppkvaðninguna, en létt virtist yfir honum áður en dómari gekk í salinn því hann gantaðist við lögfræðing sinn, Björgvin Jónsson, áður en dómshald hófst. Að dómsuppkvaðningu lokinni kaus Romas að una dómnum ekki og áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Íslands. Gæsluvarðhald yfir honum var því framlengt þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu. Vökvinn sem Romas reyndi að smygla inn til landsins fyrr á þessu ári hefði dugað til framleiðslu á um sautján kílóum af amfetamíni. Ef hann hefði haft það magn í fórum sínum þegar hann var handtekinn, hefði hann mátt búast við 12 til 13 ára dómi. Samkvæmt Daða Kristjánssyni, lögfræðingi ákæruvaldsins, er vaninn sá að erlendir glæpamenn afpláni aðeins helming dóms, á meðan heimamenn séu látnir afplána tvo þriðju hluta refsingarinnar. Hann segir ástæðu þess vera að erfiðara reynist erlendum glæpamönnum að afplána dóm í íslenskum fangelsum heldur en íslenskum kollegum þeirra. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Romas Kosakovskis, Litháinn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðastliðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Romas sýndi engin svipbrigði við dómsuppkvaðninguna, en létt virtist yfir honum áður en dómari gekk í salinn því hann gantaðist við lögfræðing sinn, Björgvin Jónsson, áður en dómshald hófst. Að dómsuppkvaðningu lokinni kaus Romas að una dómnum ekki og áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Íslands. Gæsluvarðhald yfir honum var því framlengt þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu. Vökvinn sem Romas reyndi að smygla inn til landsins fyrr á þessu ári hefði dugað til framleiðslu á um sautján kílóum af amfetamíni. Ef hann hefði haft það magn í fórum sínum þegar hann var handtekinn, hefði hann mátt búast við 12 til 13 ára dómi. Samkvæmt Daða Kristjánssyni, lögfræðingi ákæruvaldsins, er vaninn sá að erlendir glæpamenn afpláni aðeins helming dóms, á meðan heimamenn séu látnir afplána tvo þriðju hluta refsingarinnar. Hann segir ástæðu þess vera að erfiðara reynist erlendum glæpamönnum að afplána dóm í íslenskum fangelsum heldur en íslenskum kollegum þeirra.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira