Viðbrögð við ákvörðun Guðna 15. júlí 2006 06:00 Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta. Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta.
Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira