Innlent

Ætla að hætta allri yfirvinnu

Búast má við töfum á millilandaflugi næstu daga en starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, ætla að fara sér hægt í vinnunni og hætta að vinna yfirvinnu til að knýja fram kröfur um betri laun og bætta vinnu­aðstöðu.

Starfsfólkið lagði niður störf í tvær klukkustundir einn sunnudag í lok júní, og hlutust nokkrar tafir af aðgerðinni. Hún var hins vegar ólögleg og var samþykkt á fundi á miðvikudag að hætta ólöglegum aðgerðum og beita þess í stað aðgerðum eins og þeim sem hefjast í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×