Erlent

Hugarorkan er hreyfiafl

Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni.

Neminn nemur heilabylgjur mannsins og sendir þannig skilaboð í stað þess að fingur ýti á takka.

Vísindamenn vonast til að geta þróað tæknina þannig að hún geti hjálpað sem flestum sem eru hreyfihamlaðir vegna mænuskaða eða taugasjúkdóma á borð við Lou Gehrig-sjúkdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×