Ég vil að veturinn komi bara strax 19. júlí 2006 07:15 „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“ Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
„Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“
Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira