Innlent

Átta sinnum meira magn fíkniefna

LÖgreglan Kærum vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði hefur fjölgað verulega milli áranna 2005 og 2006.
LÖgreglan Kærum vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði hefur fjölgað verulega milli áranna 2005 og 2006.

Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs.

Hins vegar hefur brotum eins og innbrotum, þjófnuðum, eignaspjöllum og líkamsárásum farið fækkandi í umdæminu, þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa. Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur heldur fjölgað milli áranna 2005 og 2006. Það sem helst vekur þó athygli varðandi umferðarmálin er mikil fjölgun á kærum vegna hraðaksturs á þessu ári.


Tengdar fréttir

Engum skaðabótum lofað

Í gærmorgun funduðu forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja með fulltrúum varnarliðsins vegna brotthvarfs varnarliðsins og þeirra áhrifa sem það hefur á tekjur hitaveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×