Innlent

Hjólreiðamenn sóttir í göngin

Hjólað á þjóðveginum Blátt bann liggur við því að hjóla gegnum Hvalfjarðargöngin.
Hjólað á þjóðveginum Blátt bann liggur við því að hjóla gegnum Hvalfjarðargöngin.

Nokkuð er um að fólk fari í gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að borga veggjaldið. Einnig hefur nokkrum sinnum komið fyrir að hjólreiðamenn reyni að stytta sér leið í gegn þrátt fyrir að stranglega bannað sé að hjóla gegnum göngin.

„Við reynum að láta engan sleppa án þess að borga og náum alltaf myndum af þeim sem ekki borga. Svo sendum við bara rukkun fyrir því,“ segir Marinó Tryggvason, öryggisfulltrúi Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöng. Hann segir að myndavélar í göngunum nái líka myndum af hjólreiðamönnum sem reyni að fara í gegn. „Reyndar er langt síðan það kom fyrir síðast en við sækjum bara niður þá sem reyna að hjóla í gegn.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×