Innlent

Tapar nánast á að taka strætó

Arnmundur Ernst Björnsson
Arnmundur Ernst Björnsson
Ég hef tekið strætó frá fimm ára aldri, segir Arnmundur Ernst Björnsson, nemi og leikari. Þá man ég bara eftir að maður borgaði 25 krónur í hann. Þetta var ekkert flókið, þetta var bara æðislegt kerfi. Síðan hefur strætó bara farið á verri veg í gegnum árin. Þetta er farið að kosta offjár nema ef þú kaupir þér einhver sérstök kort og þá ertu orðinn bundinn strætó. Þú ert nánast farinn að tapa á því að taka hann. Síðan eru þeir búnir að loka alveg frábærri leið. Ég tók sjálfur S5 leiðina margoft til að slaka á og fara til vina minna beinustu leið upp í Árbæinn og síðan taka þeir hana og ég veit ekki alveg hvert þetta kerfi er að fara. Þetta er alveg hryllilegt.

Arnmundur sér fram á að þurfa að breyta venjum sínum. Mér fannst frábært þetta 10 mínútna kerfi á álagstímunum. Þá þurfti maður ekkert að hafa áhyggjur af því hvenær maður lagði af stað í skólann heldur tók bara næsta strætó. Nú á að hætta með það þannig að kannski þarf maður bara að fara að skipuleggja ferðir á bíl með vinum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×