Innlent

Ísraelar ganga mjög hart fram

utanríkisráðherra „Frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendingana heilu og höldnu frá Beirút.“
utanríkisráðherra „Frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendingana heilu og höldnu frá Beirút.“ MYND/Hörður

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendinga heilu og höldnu frá Beirút í Líbanon. Eftir því sem næst verði komist séu ekki fleiri Íslendingar eftir í landinu.

Ekki verði um frekari aðgerðir íslenskra stjórnvalda að ræða við að flytja fólk af átakasvæðunum en Danir hafi óskað eftir að leigja héðan flugvélar til fólksflutninga.

Valgerður segist ekki hafa svör við því hvernig leysa eigi deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs en ástandið þar hafi varað í ár og áratugi og heimurinn meira og minna bíði eftir niðurstöðu í málið.

„Þetta er mjög alvarlegt mál og framganga Ísraelmanna, þó þeir hafi vissulega rétt til að verja sig, er mjög hörð og svo sannarlega ekki til þess að auka stöðugleikann á svæðinu.“

Sáttafulltrúar Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum Ísraels í gær, en án mikils árangurs því hátt settur ísraelskur herforingi hótaði því í útvarpsviðtali í gærkvöld að árásunum yrði haldið áfram í nokkrar vikur til viðbótar.

Neyðarsveit SÞ mun fara til Líbanon síðar í vikunni til að meta þörf hálfrar milljón manna sem flúið hafa heimili sín vegna átakanna.- bþs, smk / sjá síður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×