Innlent

Hentugar þyrlur ekki til

TF-lÍf verður seld Starfsmönnum þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar verður fjölgað en kostnaður þess er um 100 til 150 milljónir á ári.
TF-lÍf verður seld Starfsmönnum þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar verður fjölgað en kostnaður þess er um 100 til 150 milljónir á ári. MYND/Valli

Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að þrjár nýjar, stórar og langdrægar björgunarþyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna á árunum 2010 til 2015. Þyrlan TF-LÍF, sú stærri í flotanum, verði seld en TF-SIF ekki.

Ákveðið hefur verið að leigja þyrlur fram að kaupunum því smíða þarf vélarnar sem eiga að þola 300 mílna flug, geta híft 25 menn upp og flogið til baka og þó átt eldsneyti fyrir 30 mínútna flug eftir. Þær sem nú eru á markaðinum þykja svifaseinar. Kostnaður er sagður um 1,8 milljarðar króna í norskum fjölmiðlum. Útboð með norskum stjórnvöldum er mögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×