Innlent

Ýmsar reglur sem gæta verður að

Fríhöfnin er í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn hennar líta svo á að hún sé í samkeppni við aðrar fríhafnir í Evrópu og segja verð allt að 50 prósentum lægra en gengur og gerist í Reykjavík. Ísland er eitt af fáum ríkjum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að selja vörur og þjónustu til allra farþega, bæði við komu til landsins og brottför. Hversu lengi hefur Fríhöfnin verið starfrækt?Fríhöfn var opnuð í litlu rými á Keflavíkurflugvelli árið 1958 til að afla gjaldeyristekna af millilandafarþegum. 1970 var svo heimilað að hér yrði opnuð komuverslun. Árið 1987 var Leifsstöð tekin í notkun og rými Fríhafnarinnar batnaði. Frá og með 1998 hefur einkarekstur innan Fríhafnarinnar aukist, en áður voru þar einungis ríkisreknar verslanir. Flugstöðin var svo gerð að hlutafélagi árið 2000 og Fríhöfnin að eignarhlutafélagi árið 2005. Hvað má fara með gegnum tollinn?Varning að verðmæti 46 þúsund krónur, keyptan í fríhöfn eða erlendis, má taka með sér gegnum tollinn, en enginn einn hlutur má kosta meira en 23.000 krónur. Um innflutning á áfengi gilda sérstakar reglur sem skoða má í flugstöðinni. Innflutningstakmarkanir eða innflutningsbönn gilda um síma og fjarskiptatæki, veiðibúnað, skotvopn, lifandi dýr, lyf, plöntur, fíkniefni, ósoðnar kjötvörur, ýmsar mjólkur­vörur og annað, en nánar má lesa um innflutningsreglurnar á www.dutyfree.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×