Innlent

Veiðimálastjóri setti lögleysu

Ákvarðanir og málsmeðferð veiðimálastjóra við setningu reglna árið 2004 um bann við netaveiði göngusilungs við Eyjafjörð, Faxaflóa, Skjálfanda og Þistilfjörð voru að mati Umboðsmanns Alþingis ekki í samræmi við lög.

Umboðsmaður beinir því til stjórnvalda, nú Landbúnaðarstofnunar, að ákvarðanirnar verði teknar til endurskoðunar vegna annmarka sem voru á þeim. Taka verði tillit til breytinganna sem gerðar voru á lögum númer 61/2006, sé það ætlun stjórnvalda að halda friðunaraðgerðum á silungi áfram, því óþarflega hart var farið fram með banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×