Innlent

Sofia nýr þátttakandi

undirritun samnings Boyko Borissov, borgarstjóri Sofiu, Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Actavis, og Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps verkefnisins.
undirritun samnings Boyko Borissov, borgarstjóri Sofiu, Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Actavis, og Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps verkefnisins.

Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum.

Í dag eru þrettán borgir þátttakendur í verkefninu og er búist við að fleiri bætist í hópinn.

Við undirritun samningsins lýsti borgarstjóri Sofiu yfir þakklæti fyrir stuðning Actavis við ýmis verkefni borgarinnar á öðrum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×