Innlent

Þekkt kóralsvæði kortlögð

Árni friðriksson Kom heim úr tveggja vikna leiðangri með nákvæmt dýptarkort af svæði á og við Reykjarneshrygg.
Árni friðriksson Kom heim úr tveggja vikna leiðangri með nákvæmt dýptarkort af svæði á og við Reykjarneshrygg.

Nákvæmt dýptarkort af 6.700 ferkílómetra svæði á og við Reykjaneshrygg er afrakstur leiðangurs rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Leiðangurinn stóð yfir í tvær vikur og var markmið hans að kortleggja með fjölgeislamælingum þekkt kóralsvæði, friðuð veiðisvæði og mikilvægar veiðislóðir ásamt því að afla upplýsinga um jarðfræði hafsbotnsins.

Kortlagningin leggur grunninn að fyrirhuguðum rannsóknum á búsvæðum kórala og áhrifum svæðafriðunar á samfélög botndýra þar sem beitt verður fjarstýrðum búnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×