Innlent

Aldrei fleiri sótt um nám

Háskólinn í reykjavík
Hlutfall kynjanna var nánast jafnt í umsóknum um nám í háskólanum í haust.
Háskólinn í reykjavík Hlutfall kynjanna var nánast jafnt í umsóknum um nám í háskólanum í haust.

Tæplega 1.800 umsóknir bárust um skólavist í Háskólanum í Reykjavík fyrir næsta skólaár, en skólanum hafa aldrei borist fleiri umsóknir. Gert er ráð fyrir að um 1.000 nemendur verði teknir inn í skólann í haust.

Steinn Jóhannsson, forstöðumaður kennslusviðs skólans, segir mjög ánægjulegt hversu mikið jafnvægi sé á milli kynjanna í umsóknum um nám í háskólanum, en hlutfall karlmanna sem sóttu um er 52,5 prósent á móti 47,5 prósentum kvenna. Einnig nefnir hann að umsóknir hafi dreifst vel yfir allar deildir skólans og greinilega sé mikil eftirspurn eftir háskólanámi á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×