Óheimilt er að raska búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna sem lifa í Þingvallavatni. Þá er óheimilt að gera nokkuð það sem spillt getur vatni eða mengað, hvort sem um er að ræða yfirborðsvatn eða grunnvatn.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um þetta og er hún byggð á ársgömlum lögum um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.