Innlent

Ruslið burt úr borginni

Vilhjálmur Þ. VIlhjálmsson borgarstjóri Ræðst til atlögu gegn veggjakroti í hreinsunarátaki Reykjavíkur.
Vilhjálmur Þ. VIlhjálmsson borgarstjóri Ræðst til atlögu gegn veggjakroti í hreinsunarátaki Reykjavíkur.

 Hreinsunarátak Reykjavíkur undir slagorðunum „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ hefst formlega á laugardag. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir íbúa borgarinnar hafa kvartað undan sóðaskap og því sé verið að svara því ákalli með því að gera átak í umhverfismálum í borginni.

Í Breiðholti eru langflest opin svæði og hverfið fjölmennt og því þótti tilvalið að hefja átakið þar. Laugardaginn 22. júlí er ætlunin að fá íbúa hverfisins til liðs við starfsmenn borgarinnar í því að snyrta hverfin; tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torfur og laga net á fótboltamörkum svo eitthvað sé nefnt.

Jón segir að síðan núverandi borgarstjórn tók við völdum hafi verið gert átak í að fegra umhverfið og nú sé komið að einstökum hverfum. „Við byrjum á Breiðholtinu og vonumst til að komast í hreinsunar­átak í öðru hverfi í ágúst.“

Jón segir að hugmyndinni hafi verið mjög vel tekið og segir hann að 200 manns hafi mætt á kynningarfund vegna verkefnisins í síðustu viku. Jón vonast til að fólk taki sér tíma til að mæta á laugardaginn því átakið gangi ekki nema með aðstoð íbúanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×