Þyrlusveitin fer hvergi 20. júlí 2006 07:00 TF-SIF Dauphin-þyrlan verður áfram í eigu Landhelgisgæslunnar. Ekki hefur verið ákveðið af hvaða tegund nýju þyrlurnar verða en nokkrar koma til greina. MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira