Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá 21. júlí 2006 03:30 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn. Innlent Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira