Innlent

Fallist á kaup á Radíómiðun

Samkeppniseftirlitið féllst í gær á kaup Símans hf. á fyrirtækinu Radíómiðun-Ísmar ehf. Þetta staðfesti Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans hf. við Fréttablaðið í gær. Hinn 16. júní barst eftirlitinu samrunaskrá þar sem fram kemur að Síminn hf. hafi keypt hluta af rekstri Radíómiðunar-Ísmars ehf., sem sinnir fjarskiptaþjónustu.

Í ákvörðunarorðum í úrskurði samkeppniseftirlitsins segir að „ekki sé talin ástæða til þess að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17.greinar samkeppnislaga“, og er þar vitnað til kaupsamnings, sem gengið var frá 24. maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×