Innlent

Vilja minnka ál í flugvélum

Boeing-flugvélaframleiðandinn tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist skipta út 737 flugvélum sínum fyrir nýrri vélar af gerðinni 787-Dream­liner. Þær vélar eru að miklu leyti gerðar úr samsettum kolefnum en ekki áli eins og tíðkast. Efnin eru léttari en ál og þurfa vélarnar því minni orku.

Kevin Lowery, upplýsingafulltrúi Alcoa í Bandaríkjunum, segir hugmyndina ekki vera nýja og þessi þróun muni ekki hafa áhrif á álmarkaðinn. Boeing 787 vélin muni þrátt fyrir allt vera í fjórða sæti yfir þær flugvélar Boeing sem nota mest ál.

Álverið í Reyðarfirði mun, að sögn Lowery, framleiða ál til notkunar í flugvélum, jafnt sem öðrum iðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×