Viðskipti innlent

Arsenal hleður fallbyssuna

Emirates Stadium Arsenal hefur fengið tekjur af miðasölu þrettán ár fram í tímann.
Emirates Stadium Arsenal hefur fengið tekjur af miðasölu þrettán ár fram í tímann.

Arsenal hefur fengið 35 milljarða í aðra hönd eftir að félagið seldi skuldabréf með veði í tekjum af miðasölu næstu þrettán árin. Félagið tekur í notkun á næstu leiktíð nýjan leikvang, Emirates Stadium, sem rúmar sextíu þúsund áhorfendur.

Vaxtakjörin, sem Arsenal fékk, þykja mjög góð eða 52 punkta álag á vexti breskra ríkisskuldabréfa. Er þetta til marks um að fjárfestar líti á fótboltafélög sem alvöru fyrirtæki.

Fjárhæðin er nýtt til endurfjármögnunar á eldri lánum sem leiðir til lækkunar á vaxtakostnaði Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×