Grímur uppfyllti skilyrðin 22. júlí 2006 06:00 Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir. Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir.
Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira