Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi 22. júlí 2006 06:45 Í héraðsdómi Saulius Prusinskas og Arvydas Maciulskis sýndu lítil svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. MYND/Hörður Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað. Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað.
Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira