Innlent

Heimahjúkrun verður stórefld

Skýr krafa Eldri borgarar vilja margir njóta þjónustu heima eins lengi og mögulegt er.
Skýr krafa Eldri borgarar vilja margir njóta þjónustu heima eins lengi og mögulegt er.

Lyfta á grettistaki í þjónustu við aldrað fólk sem vill og getur búið á eigin heimili. Auka á heimahjúkrun og efla félagslega heimaþjónustu.

Nú renna 540 milljónir króna árlega til heimahjúkrunar aldraðra.

Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og eldri borgara verður sú fjárhæð hækkuð til muna á næstu árum. Á næsta ári bætast 200 milljónir til málaflokksins, 300 milljónir árið 2008 og 400 milljónir árið 2009. Samtals verður því 1.440 milljónum varið til heimahjúkrunar árið 2009.

Heimahjúkrun á að standa til boða að kvöld- og næturlagi um allt land.

Til að mæta þörfinni verður lögð áhersla á að fjölga í röðum hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra fagstétta sem koma að heimahjúkrun auk þess sem vinna á að menntun ófaglærðra sem aðstoða við aðhlynningu.

Það er skoðun nefndar sem vann að athugun á aðbúnaði eldri borgara að aukin heimaþjónusta geri hvort tveggja í senn að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr útgjöldum vegna stofnanaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×