Innlent

Kofi Annan óttast hörmungar

Þúsundir manna eiga nú í erfiðleikum með að flýja átökin í Líbanon vegna flugskeytaárása Ísraela. Um hálf milljón Líbana hefur þegar flúið sína heimabyggð og talið er að um 150 þúsund manns séu á flótta.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni óttast stórfelldar hörmungar ef átökin héldu áfram. Hann sagði að vegna eyðilegginga sprengjuárása ættu hjálparstarfsmenn erfitt með að leggja mat á það hversu margir þyrftu á aðstoð að halda. Hann sagði nauðsynlegt að senda alþjóðaher til Líbanon sem gæti aðstoðað líbönsk stjórnvöld við að afvopna Hizbollah-samtökin. Annan sagði alveg ljóst að Hizbollah bæri ábyrgð á upptökum átakanna en hins vegar hefðu Ísraelar gengið allt of hart fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×