Innlent

Skutull sprakk ekki við veiðar

njörður Skipverji á Nirði segir enga hættu hafa verið á ferðum. Sprengjusérfræðingar séu alltaf kallaðir út í svona málum.
njörður Skipverji á Nirði segir enga hættu hafa verið á ferðum. Sprengjusérfræðingar séu alltaf kallaðir út í svona málum.

Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í fyrradag kallaðir vestur á Patreksfjörð, því að einn skutull hrefnuveiðaskipsins Njarðar sprakk ekki við veiðar. Sérfræðingarnir tóku skutulinn í sína vörslu og eyddu honum. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreks­firði í fyrradag vegna þessa.

Guðmundur Haraldsson, skipverji á Nirði, segir þetta vera í annað skipti sem skutull springi ekki síðan rannsóknaveiðar hófust. Engin hætta hafi verið á ferðum en sprengjusérfræðingar séu alltaf kallaðir út í svona málum. „Við náðum hrefnunni samt, þótt skutullinn hafi ekki sprungið,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×