Innlent

Tvöföldun í sölu milli ára

hlutfallslega mesta söluaukingin hjá Fiskmarkaði Húsavíkur
hlutfallslega mesta söluaukingin hjá Fiskmarkaði Húsavíkur

 Hjá Fiskmarkaði Húsavíkur varð hlutfallslega mesta söluaukningin fyrstu sex mánuði þessa árs en þar nam sala á sjávarafurðum 490 tonnum. Þetta er meira en tvöfalt magn frá sama tímabili í fyrra en þá nam salan 215 tonnum.

Hlutfallsleg aukning var einnig töluverð hjá Fiskmarkaðnum á Kópaskeri en þar nam aukningin 133 tonnum.

Þá nam aukningin á Fiskmarkaði Grímseyjar 484 tonnum eða 97,8 prósentum.

Ef einungis er miðað við magn var mesta aukningin í sölu á sjávar­afurðum hjá FMÍS í Reykjavík eða 1.291 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×