Innlent

Segir farið með hálfsannleik

Flugumferðarstjórn Ásgeir segir óviðunandi að stjórn stéttarfélags skuli ekki virða gildandi kjarasamning og staðfesta túlkun hans en kjósa heldur að ala á óánægju.
Flugumferðarstjórn Ásgeir segir óviðunandi að stjórn stéttarfélags skuli ekki virða gildandi kjarasamning og staðfesta túlkun hans en kjósa heldur að ala á óánægju.

Félag íslenskra flug­umferðastjóra sýnir af sér ótrúlega óbilgirni að láta í veðri vaka að Flugmálastjórn hafi skellt á nýju vaktakerfi án samráðs við starfsmenn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðar­sviðs Flugmálastjórnar Íslands, hefur sent frá sér vegna ummæla stjórnar Félags íslenskra flug­umferðarstjóra um vaktakerfisbreytingu sem gerð var 16. mars síðastliðinn.

Þar segir hann rétt að Flugmálastjórn hafi aldrei viljað semja um vaktakerfi, en Félag íslenskra flugumferðarstjóra fari viljandi með hálfsannleik þegar því sé lýst yfir að félagið hafi alltaf verið reiðubúið að semja um vaktakerfi og því hafi ekki borist nein tilboð um slíkt frá Flugmálastjórn. Ásgeir segir algerlega óviðunandi að stjórn stéttarfélags skuli ekki virða gildandi kjarasamning og staðfesta túlkun hans, en kjósa heldur að ala á óánægju.

Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki ætla að svara þessari yfirlýsingu að svo stöddu. „Þarna er alla vega komið fram það sem við höfum sagt, að Flugmálastjórn hefur aldrei viljað semja við okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×