Meira en 500 manns, sem mótmæltu leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Pétursborg í síðasta mánuði, urðu fyrir margvíslegu áreiti af hálfu rússnesku lögreglunnar.
Sjö mótmælendur urðu fyrir barsmíðum af hálfu lögreglunnar og að minnsta kosti 54 voru handteknir. Meira en 250 fluttir á lögreglustöð án skýringa og yfir 210 voru fjarlægðir úr járnbrautarlestum.
Þessu halda samtökin Legal Team fram, en þau fylgdust með og skráðu atburði sem tengdust mótmælum og öðrum viðburðum í tengslum við G8-fundinn.