Lífið

Frábær byrjun á ferðalagi Sigur Rósar

Mikið er jafnan lagt í tónleika Sigur Rósar og ekkert var til sparað í ljósum eða bakgrunnmyndum í Ólafsvík.
Mikið er jafnan lagt í tónleika Sigur Rósar og ekkert var til sparað í ljósum eða bakgrunnmyndum í Ólafsvík.

Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar hófu yfirreið sína um landið með tónleikum í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík á mánudagskvöld. Félagsheimilið var troðfullt af gestum, bæði heimamönnum og nærsveitamönnum og erlendum aðdáendum sveitarinnar sem fjölmennt hafa hingað til lands af þessu tilefni.

Sigur Rós lék lög af síðustu þremur plötum sínum og í einu þeirra söng Steindór Andersen, frá Kvæðamannafélaginu Iðunni, með þeim. Tónleikarnir voru þeir fyrstu af sjö eða átta tónleikum Sigur Rósar á Íslandi næstu tvær vikurnar. Tilkynnt hefur verið um tvenna útitónleika, á Hálsi í Öxnadal á föstudagskvöld og á Miklatúni í Reykjavík á sunnudagskvöld. Aðrir tónleikar verða ekki auglýstir nema samdægurs. Á heimasíðunni www.sigur-ros.co.uk kemur auk þess fram að staðfest sé að þriðju útitónleikarnir verði í Ásbyrgi föstudagskvöldið 4. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.