Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar 26. júlí 2006 06:00 Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu
Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira