Viðskipti innlent

Actavis eykur við hlutafé

Róbert Wessman, forstjóri Actavis
Róbert Wessman, forstjóri Actavis

Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis.

Í vikunni má gera ráð fyrir því að Actavis og bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr leggi fram formlegt yfirtökutilboð í Pliva. Actavis á með beinum eða óbeinum hætti 21 prósents hlut í Pliva og þarf að tryggja sér 30 prósent til viðbótar til að ná meirihluta í Pliva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×