Viðskipti innlent

Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga

Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta.

Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×