Viðskipti erlent

Napster í sölu

Merki Napster Líkur eru á að netfyrirtækið Napster verði til sölu á næstunni.
Merki Napster Líkur eru á að netfyrirtækið Napster verði til sölu á næstunni.

Netfyrirtækið Napster greindi frá því í upphafi vikunnar að það hefði leitað til svissneska fjárfestingabankans UBS vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu.

Napster var upphaflega skráaskiptihugbúnaður en var dæmt til að loka dyrum sínum í júlí árið 2001 vegna brota á höfundarréttarlögum. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Roxio keypti það hins vegar tveimur árum síðar hóf það sölu á tónlist á Netinu.

Rekstur Napster hefur verið í járnum en fyrirtækið tapaði 9,8 milljónum bandaríkjadala eða um 690 milljónum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman er þó betri en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 19,9 milljónum dala eða tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×