Innlent

Ólögleg þorskanet í Eystrasalti

Skip Greenpeace-samtakana, Arctic Sunrise, hefur verið á ferð um Eystrasalt og reynt að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar.

Eystri hluti Eystrasaltsins er lokaður fyrir fiskveiðum frá 15. júní til 15. september en grænfriðungar sigldu fram á fjölda neta á svæðinu á þessu tímabili, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta.

Samkvæmt talskonu Greenpeace í Svíþjóð lögðu áhafnir pólskra fiskiskipa fjölda ólöglegra þorskaneta á svæðinu. Í netunum var aðallega ókynþroska smáþorskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×